Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 23:30 Abu Bakr al-Baghdadi sést hér í einu áróðursmyndbanda ISIS. Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak. Írak Sýrland Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak.
Írak Sýrland Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira