Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Áfram Árborg og Samfylkingin mynda meirihluta í Árborg. Fréttablaðið/Eyþór Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?