Hvenær kviknar líf? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 20. maí 2019 08:26 Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóstureyðinga. Nú skal barnshafandi móðir geta án sérstakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líftíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyðingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar aðstæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona talar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orðið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sérstök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Spurning er hvenær líf manneskjunnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu.Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættulegustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyrir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjónarmið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Enginn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja einhverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörðunarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Þungunarrof Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóstureyðinga. Nú skal barnshafandi móðir geta án sérstakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líftíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyðingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar aðstæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona talar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orðið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sérstök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Spurning er hvenær líf manneskjunnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu.Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættulegustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyrir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjónarmið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Enginn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja einhverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörðunarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr.Höfundur er lögmaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun