EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:30 Við stigagjöf í Eurovision veifuðu meðlimir Hatara borðum í fánalitum Palestínu. Mynd/Skjáskot af vef RÚV Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið. Eurovision Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið.
Eurovision Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira