EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:30 Við stigagjöf í Eurovision veifuðu meðlimir Hatara borðum í fánalitum Palestínu. Mynd/Skjáskot af vef RÚV Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið. Eurovision Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið.
Eurovision Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira