Tildrög rútuslyssins í Öræfum enn til rannsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 16:05 Frá vettvangi rútuslyssins síðastliðinn fimmtudag. vísir/jók Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04
Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30
Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15