Einsleita eylandið Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 21. maí 2019 06:00 Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun