Formúla 1

Niki Lauda látinn

Bragi Þórðarson skrifar
Niki Lauda vann þrjá heimsmeistaratitla sem ökumaður í Formúlu 1
Niki Lauda vann þrjá heimsmeistaratitla sem ökumaður í Formúlu 1 Getty
Austurríkisbúinn Niki Lauda lést sjötugur að aldri á mánudaginn, níu mánuðum eftir að hafa farið í lungnaígræðslu.

Lauda varð heimsmeistari í Formúlu 1 með Ferrari árin 1975 og 1977 og með McLaren árið 1984. Hann er eini ökuþórinn í sögu Formúlu 1 til að ná titlum með báðum þessum stórliðum.

Í þýska kappakstrinum árið 1976 lenti Lauda í harkalegum árekstri er kviknaði í Ferrari bíl hans. Niki fékk þriðja stigs bruna á höfuð og andlit ásamt því að hafa andað að sér mikið af skaðsömum gufum sem að sködduðu lungu hans.

Lauda verður sárt saknað en eftir feril sinn sem Formúlu 1 ökuþór stofnaði Austurríkisbúinn flugfélag. Síðastliðin ár vann hann sem formaður hjá Mercedes Formúlu liðinu og átti hann stóran þátt í því að fá Lewis Hamilton til liðsins árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×