Vara við því að fólk hlaði rafbíla í heimilistenglum að staðaldri Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:00 Hitamynd sem Jónas tók af tenglinum eftir að hann tók tvinnbílinn úr sambandi. Hitinn inni í tenglinum fór yfir sjötíu gráður. Jónas Hallgrímsson Afar algengt er að rafbílaeigendur hlaði bíla sína í venjulegum heimilistengjum þrátt fyrir að þau séu ekki hönnuð fyrir svo langa og mikla notkun. Sérfræðingur hjá Orku náttúrunnar segir dæmi um kviknað hafi í húsum erlendis af þessum sökum en svo alvarleg atvik hafi ekki átt sér stað á Íslandi. Rafbílaeign hefur færst í aukana á Íslandi á undanförnum árum. Ekki virðast þó allir eigendur rafbíla átta sig á að venjuleg heimilisrafmagnstengi eru ekki hönnuð til að hlaða orkufreka bílana. Hætta er á að tengin ofhitni og skemmist. Í verstu tilfellum getur skapast eldhætta af þeim. Jónas Hallgrímsson, rafvirkjameistari, tók á dögunum myndir með hitamyndavél af heimilistengli sem hann tengdi tvinnbíl sinn við í heimahúsi með millisnúru. Eftir að hann hafði tekið bílinn úr sambandi var hitinn inni í tenglinum yfir sjötíu gráður. „Aðalhitamyndunin er í tenglinum sjálfum. Ef hann er til dæmis inni í einangrun, frauðplasteinangrun eins og er algengt í húsum, eða timburvegg þá getur þú bara verið í stórhættu,“ segir Jónas við Vísi. Sjálfur segist hann hafa séð fólk stinga rafbíl í hleðslu inn um glugga í venjulegt fjöltengi þar sem önnur raftæki eins og fartölva og lampi eru fyrir í sambandi. Venjulegir heimilistenglar þola ekki langtímaálag yfir tíu amperum þó að þeir séu gefnir upp fyrir sextán amper. „Svona tengill dugar kannski fyrir þvottavél en svona stöðugt álag það bara gengur ekki,“ segir Jónas.Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar.Orka náttúrunnarNotar jafnmikla orku og öll hin raftækin til samans Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar, segir að tilfellið sem Jónas myndaði sé eins slæmt og það verður af hans reynslu að dæma. Hætta sé til staðar enda fari mikil orka á rafbíla. Dæmi séu þannig um að kviknað hafi í út frá heimilistenglum sem notaðir voru til að hlaða rafbíla erlendis. Eina dæmið sem hann þekki hérlendis hafi farið vel þar sem húsráðandi hafi áttað sig á því þegar lítill bruni kom upp í heimilistengli í geymslu. Þá hafi kviknað í tveimur bílum út frá framlengingarsnúrum á Grandanum í Reykjavík fyrr á þessu ári. Rafhlöður bílanna sluppu þó óskemmdar. Þetta sé ástæðan fyrir því að bæði Orka náttúrunnar og Veitur vari rafbílaeigendur við því að nota heimilistengla til að hlaða bíla sína og mæla með því að þeir noti þar til gerðar hleðslustöðvar. „Venjulegur tengill er ekki gerður fyrir svona langa notkun á svona miklu afli,“ segir Guðjón og bendir á að rafbíll noti jafnmikla orku og öll önnur raftæki á venjulegu heimili á mánuði. Engum dytti í hug að taka út alla orku heimilisins á einum tengli. Guðjón mælir með því að rafbílaeigendur fái fagmenn til að setja upp heimahleðslustöðvar svo allt sé rétt sett upp. Hann bendir á að í öllum nýrri íbúðum séu settir upp sérstakir rafmagnstenglar fyrir þvottavélar og þurrkara. „Þau taka svipað afl en bara í brotabrot af tímanum. Það þykir það öllum eðlilegt að fá rafvirkja til að leggja fyrir þvottavél og þurrkara þannig að manni finnst hitt ekki óeðlileg krafa að fá fagmann til að leggja fyrir stærsta raftækinu á heimilinu sem er bíllinn þinn,“ segir hann. Hann líkir því að hlaða í heimilistengli við það að keyra um á varadekki. „Það er ekki gert ráð fyrir að þú keyrir á því alla daga ársins. Þetta er bara svona ef manni vantar hleðslu einhvers staðar en ekki til daglegrar notkunar. Það er ekki ætlast til þess,“ segir Guðjón. Bílar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Afar algengt er að rafbílaeigendur hlaði bíla sína í venjulegum heimilistengjum þrátt fyrir að þau séu ekki hönnuð fyrir svo langa og mikla notkun. Sérfræðingur hjá Orku náttúrunnar segir dæmi um kviknað hafi í húsum erlendis af þessum sökum en svo alvarleg atvik hafi ekki átt sér stað á Íslandi. Rafbílaeign hefur færst í aukana á Íslandi á undanförnum árum. Ekki virðast þó allir eigendur rafbíla átta sig á að venjuleg heimilisrafmagnstengi eru ekki hönnuð til að hlaða orkufreka bílana. Hætta er á að tengin ofhitni og skemmist. Í verstu tilfellum getur skapast eldhætta af þeim. Jónas Hallgrímsson, rafvirkjameistari, tók á dögunum myndir með hitamyndavél af heimilistengli sem hann tengdi tvinnbíl sinn við í heimahúsi með millisnúru. Eftir að hann hafði tekið bílinn úr sambandi var hitinn inni í tenglinum yfir sjötíu gráður. „Aðalhitamyndunin er í tenglinum sjálfum. Ef hann er til dæmis inni í einangrun, frauðplasteinangrun eins og er algengt í húsum, eða timburvegg þá getur þú bara verið í stórhættu,“ segir Jónas við Vísi. Sjálfur segist hann hafa séð fólk stinga rafbíl í hleðslu inn um glugga í venjulegt fjöltengi þar sem önnur raftæki eins og fartölva og lampi eru fyrir í sambandi. Venjulegir heimilistenglar þola ekki langtímaálag yfir tíu amperum þó að þeir séu gefnir upp fyrir sextán amper. „Svona tengill dugar kannski fyrir þvottavél en svona stöðugt álag það bara gengur ekki,“ segir Jónas.Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar.Orka náttúrunnarNotar jafnmikla orku og öll hin raftækin til samans Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar, segir að tilfellið sem Jónas myndaði sé eins slæmt og það verður af hans reynslu að dæma. Hætta sé til staðar enda fari mikil orka á rafbíla. Dæmi séu þannig um að kviknað hafi í út frá heimilistenglum sem notaðir voru til að hlaða rafbíla erlendis. Eina dæmið sem hann þekki hérlendis hafi farið vel þar sem húsráðandi hafi áttað sig á því þegar lítill bruni kom upp í heimilistengli í geymslu. Þá hafi kviknað í tveimur bílum út frá framlengingarsnúrum á Grandanum í Reykjavík fyrr á þessu ári. Rafhlöður bílanna sluppu þó óskemmdar. Þetta sé ástæðan fyrir því að bæði Orka náttúrunnar og Veitur vari rafbílaeigendur við því að nota heimilistengla til að hlaða bíla sína og mæla með því að þeir noti þar til gerðar hleðslustöðvar. „Venjulegur tengill er ekki gerður fyrir svona langa notkun á svona miklu afli,“ segir Guðjón og bendir á að rafbíll noti jafnmikla orku og öll önnur raftæki á venjulegu heimili á mánuði. Engum dytti í hug að taka út alla orku heimilisins á einum tengli. Guðjón mælir með því að rafbílaeigendur fái fagmenn til að setja upp heimahleðslustöðvar svo allt sé rétt sett upp. Hann bendir á að í öllum nýrri íbúðum séu settir upp sérstakir rafmagnstenglar fyrir þvottavélar og þurrkara. „Þau taka svipað afl en bara í brotabrot af tímanum. Það þykir það öllum eðlilegt að fá rafvirkja til að leggja fyrir þvottavél og þurrkara þannig að manni finnst hitt ekki óeðlileg krafa að fá fagmann til að leggja fyrir stærsta raftækinu á heimilinu sem er bíllinn þinn,“ segir hann. Hann líkir því að hlaða í heimilistengli við það að keyra um á varadekki. „Það er ekki gert ráð fyrir að þú keyrir á því alla daga ársins. Þetta er bara svona ef manni vantar hleðslu einhvers staðar en ekki til daglegrar notkunar. Það er ekki ætlast til þess,“ segir Guðjón.
Bílar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent