Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 18:33 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56