Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Orri Hauksson, forstjóri Símans Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00