Samkaup buðust til þess að hafa opið á næturnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Samkaup reka verslanir Nettó. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33