Samkaup buðust til þess að hafa opið á næturnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Samkaup reka verslanir Nettó. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33