Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 14:30 Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var birt í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðinn föstudag. Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Kjaramál Leigubílar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Kjaramál Leigubílar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira