Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 14:30 Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var birt í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðinn föstudag. Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Kjaramál Leigubílar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Kjaramál Leigubílar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira