Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 17:28 Konan reif upp gjallarhorn og mótmælti. Mynd/Skjáskot Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira