Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:46 Bára Halldórsdóttir hefur hafnað öllum ásökunum Miðflokksmanna um leynimakk. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt.Viljinn greinir frá þessu í kvöld. Í frétt Viljans segir jafnframt að Báru hafi verið gert skylt að eyða upptökunum af barnum umrætt kvöld og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið verður úrskurðurinn ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun að beiðni lögmanns þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustri þann 20. nóvember, þeirra Sigmundar Davíð Gunnlaugsson, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Persónuvernd hefur haft Klaustursmálið á sínu borði síðan í desember í fyrra. Þá varð bið á meðferð málsins eftir að þingmenn Miðflokksins fóru með málið fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að vitnaleiðslur færu fram í dómsal og að sönnunargagna yrði aflað. Beiðninni var hafnað og úrskurður héraðsdóms svo staðfestur í Landsrétti. Þá hafnaði Persónuvernd kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Ekki náðist í Reimar Pétursson, lögmann Miðflokksmanna, Báru Halldórsdóttur eða Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt.Viljinn greinir frá þessu í kvöld. Í frétt Viljans segir jafnframt að Báru hafi verið gert skylt að eyða upptökunum af barnum umrætt kvöld og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið verður úrskurðurinn ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun að beiðni lögmanns þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustri þann 20. nóvember, þeirra Sigmundar Davíð Gunnlaugsson, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Persónuvernd hefur haft Klaustursmálið á sínu borði síðan í desember í fyrra. Þá varð bið á meðferð málsins eftir að þingmenn Miðflokksins fóru með málið fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að vitnaleiðslur færu fram í dómsal og að sönnunargagna yrði aflað. Beiðninni var hafnað og úrskurður héraðsdóms svo staðfestur í Landsrétti. Þá hafnaði Persónuvernd kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Ekki náðist í Reimar Pétursson, lögmann Miðflokksmanna, Báru Halldórsdóttur eða Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30