Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 21:45 Avenatti með skjólstæðingi sínum Stephanie Clifford, betur þekktri sem Stormy Daniels Vísir/AP Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels. Hann neitar sök. Saksóknarar í New York ríki segja að Avenatti hafi dregið sér um 300 þúsund dollara, um um 37 milljónir króna, af fjármunum sem ætlaðir voru Daniels vegna útgáfusamnings sem hún gerði. Er Avenatti sakaður um að hafa falsað skjöl til þess að tryggja sér fjármunina, sem hann síðar nýtti sér til að fjármagna eigin lífstíl, þar á meðal til þess að greiða mánaðarlegar greiðslur af Ferrari-sportbíl. Í ákærunni segir að Avenatti hafi skilað til baka um helming þeirrar upphæðar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér. Í röð tísta á Twitter neitaði Avenatti alfarið sök í málinu. Avenatti berst á mörgum vígstöðvum þessa dagana en stutt er síðan hann var ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar. Er hann sakaður um að hafa reynt að fá Nike til að greiða sér 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, ella myndi hann birta upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir bandaríska risafyrirtækið. Þá hefur Avenatti einnig verði ákærður í Los Angeles fyrir ýmis brot, þar á meðal skattsvik og fjárdrátt. Saksóknarar í Kaliforníu segja Avenatti hafa stolið frá lömuðum skjólstæðingi sínum og fjórum öðrum. Í stað þess að greiða fé sem þau höfðu fengið í málaferlum sem hann kom að sagði hann það ekki í boði enn og er hann sagður hafa blekkt þá með að færa fé á milli reikninga til að láta líta út eins og þau væru að fá greitt. Bandaríkin Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels. Hann neitar sök. Saksóknarar í New York ríki segja að Avenatti hafi dregið sér um 300 þúsund dollara, um um 37 milljónir króna, af fjármunum sem ætlaðir voru Daniels vegna útgáfusamnings sem hún gerði. Er Avenatti sakaður um að hafa falsað skjöl til þess að tryggja sér fjármunina, sem hann síðar nýtti sér til að fjármagna eigin lífstíl, þar á meðal til þess að greiða mánaðarlegar greiðslur af Ferrari-sportbíl. Í ákærunni segir að Avenatti hafi skilað til baka um helming þeirrar upphæðar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér. Í röð tísta á Twitter neitaði Avenatti alfarið sök í málinu. Avenatti berst á mörgum vígstöðvum þessa dagana en stutt er síðan hann var ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar. Er hann sakaður um að hafa reynt að fá Nike til að greiða sér 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, ella myndi hann birta upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir bandaríska risafyrirtækið. Þá hefur Avenatti einnig verði ákærður í Los Angeles fyrir ýmis brot, þar á meðal skattsvik og fjárdrátt. Saksóknarar í Kaliforníu segja Avenatti hafa stolið frá lömuðum skjólstæðingi sínum og fjórum öðrum. Í stað þess að greiða fé sem þau höfðu fengið í málaferlum sem hann kom að sagði hann það ekki í boði enn og er hann sagður hafa blekkt þá með að færa fé á milli reikninga til að láta líta út eins og þau væru að fá greitt.
Bandaríkin Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58