„Sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 09:00 Katelyn Ohashi í æfingu á gófli þar sem hún hefur svo oft fengið tíu í einkunn. Getty/Katharine Lotze Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze Fimleikar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze
Fimleikar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Sjá meira