Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2019 16:15 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira