Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:55 John Walker Lindh, eftir og fyrir hann var handsamaður í Afganistan árið 2001. Vísir/AP Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira