Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:55 John Walker Lindh, eftir og fyrir hann var handsamaður í Afganistan árið 2001. Vísir/AP Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira