Fölsk lög Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. maí 2019 07:00 „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela hitt og þetta?“ Þessi spurning Bubba er brýn þessa dagana þegar smáborgaralegur vandlætingarkórinn reynir að gera heiðarlegt fólk tortryggilegt og ómarktækt með lagakrókum og regluflækjum. Stundum brýtur nauðsyn lög enda virðast þessi mannanna furðuverk oft hönnuð sem skálkaskjól. Hann er því eðlilega langur listinn yfir fólk sem hefur í gegnum tíðina breytt heiminum og bætt hann með lögbrotum í nafni sannleikans, réttlætis og mannréttinda. Tilhneigingin til þess að fordæma og refsa slíku andófsfólki í byrjun er rík en sagan dæmir okkur öll og styðst hvorki við lög né reglur og slettur eftir skítkast skolast fljótt af. Þau þurfa því ekki að grenja út uppreist æru og standa að lokum uppi sem sigurvegarar. Heimurinn væri tæplega skárri ef „krimmar“ á borð við Mandela, Gandhi, Martin Luther King, Rósu Parks, Julian Assange og Chelsea Manning og fleiri hefðu ekki tekið af skarið á ögurstundu. Bitlaus siðanefndarúrskurður þaggar heldur ekki niður í Þórhildi Sunnu sem tvíeflist bara við kerfislægt mótlætið. Afleiðingar ljótra orða sem féllu á Klaustri gufa ekki upp þótt Bára verði að eyða ólöglegum subbuskapnum. Það er að vísu ekki hægt þar sem allt mun þetta varðveitast í munnlegri geymd um ókomna tíð. Skepnuskapur Ísraela í Palestínu verður líka áfram jafn viðbjóðslegur og raunverulegur þótt Hatari verði dæmdur úr leik og Ísland í keppnisbann á þessum ólympíuleikum meðalmennskunnar fyrir þær skelfilegu sakir að lyfta bannfærðum veifum í meintu lýðræðisríki og skyggja aðeins á falska gleðina í Tel Avív. Kærleikurinn mun sigra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvers vegna eru lög og regla, til að fela hitt og þetta?“ Þessi spurning Bubba er brýn þessa dagana þegar smáborgaralegur vandlætingarkórinn reynir að gera heiðarlegt fólk tortryggilegt og ómarktækt með lagakrókum og regluflækjum. Stundum brýtur nauðsyn lög enda virðast þessi mannanna furðuverk oft hönnuð sem skálkaskjól. Hann er því eðlilega langur listinn yfir fólk sem hefur í gegnum tíðina breytt heiminum og bætt hann með lögbrotum í nafni sannleikans, réttlætis og mannréttinda. Tilhneigingin til þess að fordæma og refsa slíku andófsfólki í byrjun er rík en sagan dæmir okkur öll og styðst hvorki við lög né reglur og slettur eftir skítkast skolast fljótt af. Þau þurfa því ekki að grenja út uppreist æru og standa að lokum uppi sem sigurvegarar. Heimurinn væri tæplega skárri ef „krimmar“ á borð við Mandela, Gandhi, Martin Luther King, Rósu Parks, Julian Assange og Chelsea Manning og fleiri hefðu ekki tekið af skarið á ögurstundu. Bitlaus siðanefndarúrskurður þaggar heldur ekki niður í Þórhildi Sunnu sem tvíeflist bara við kerfislægt mótlætið. Afleiðingar ljótra orða sem féllu á Klaustri gufa ekki upp þótt Bára verði að eyða ólöglegum subbuskapnum. Það er að vísu ekki hægt þar sem allt mun þetta varðveitast í munnlegri geymd um ókomna tíð. Skepnuskapur Ísraela í Palestínu verður líka áfram jafn viðbjóðslegur og raunverulegur þótt Hatari verði dæmdur úr leik og Ísland í keppnisbann á þessum ólympíuleikum meðalmennskunnar fyrir þær skelfilegu sakir að lyfta bannfærðum veifum í meintu lýðræðisríki og skyggja aðeins á falska gleðina í Tel Avív. Kærleikurinn mun sigra!
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar