Nýsköpun er drifkraftur sjálfbærra lausna Jarþrúður Ásmundsdóttir skrifar 24. maí 2019 12:15 Við sem hér búum njótum þeirra forréttinda að vera í nálægð við ríkar náttúruauðlindir eins og jarðvarma, hrein vatnsból, gjöful fiskimið og stórbrotna náttúru sem laðar til okkar ferðamenn. Það gefur auga leið að í landi allsnægta er auðvelt að sofna á verðinum og koma sér vel fyrir í velgengni ríkjandi ástands. En enginn jarðarbúi getur leyft sér slíkt og til að tryggja kynslóðum framtíðar sömu lífsgæði þarf að grípa inn í. Icelandic Startups brennur fyrir þennan málstað og kom því á fót nýjum viðskiptahraðli sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Auglýst var eftir nýjum lausnum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs undir merkjum Til sjávar og sveita. Markmiðið með viðskiptahraðlinum er að auka verðmætasköpun og nýtingu hráefna í þessum rótgrónu greinum. Tíu teymi voru valin úr stórum hópi umsækjenda og eiga þau það öll sameiginlegt að starfa eftir sjálfbærum markmiðum og stemma stigu við sóun. Viðskiptahugmyndir teymanna eru mjög fjölbreyttar og þar kemur ýmislegt áhugavert og afhjúpandi í ljós. Á hverju ári er til að mynda mörg þúsund tonnum af kartöfluflusi fleygt án þess að næring sé unnin úr því og Íslendingar framleiða um 75% af öllum þeim æðardún sem seldur er í heiminum en hann er að mestu seldur hálfunninn úr landi sem hráefni í hágæðavörur sem seljast fyrir háar upphæðir á alþjólegum mörkuðum. Í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita eru teymi sem hafa ekki aðeins borið kennsl á þessi vandamál heldur fundið lausn á þeim. Einnig má nefna fyrirtækið Beauty by Iceland sem vinnur snyrtivörur úr rótargrænmeti sem ekki mætir útlitsstöðlum stórvörumarkaða. Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr hráefni sem ekki ratatar í búðir og Álfur bruggar bjór úr kartöfluafskorningum sem annars væri hent. Íslenskur dúnn fullvinnur æðardún í hágæða vörur og tvöfaldar þannig útflutningsverðmæti hans. Þá framleiðir Urtasjór kolsýrt og steinefnaríkt drykkjarvatn úr sjó. Til að sporna við svikastarfssemi í upprunamerkingum matvæla þróar Arcana Bio háhraðatækni í DNA greiningum fyrir matvælaiðnaðinn. Næsta kynslóð rekjanleika- og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt auka skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla er viðfangsefni Tracio. Veiðibækurnar verða færðar af pappírum upp í „skýin“ af fyrirtækinu Öflu, stafrænni veiðbók en þar með fæst í fyrsta sinn heildstæð yfirsýn yfir þá dýrmætu auðlind sem liggur í veiðiám landsins. Stofnendur Feed the Viking vinna þurrkað kjöt og harðfisk og að lokum framleiðir fyrirtækið Pure Natura hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum. Þessi fyrirtæki eru ekki bara að auka sjálfbærni og sporna gegn sóun heldur munu þau án efa með tíð og tíma blómstra og mögulega sækja á erlendan markað og leggja þannig sitt lóð á vogaskál aukinnar hagsældar og jafnvægis í íslensku efnahagslífi. Enda er eitt af markmiðunum með viðskiptahröðlum Icelandic Startup að efla nýsköpun og fjölga þannig stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita hefði ekki orðið að veruleika nema með stuðningi bakhjarla sem allir eiga það sameiginlegt að brenna líka fyrir sjálfbærni og nýjar lausnir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans með stuðningi frá IKEA á Íslandi, HB Granda, Landbúnaðarklasanum og Matarauði Íslands. Á meðan á hraðlinum stóð fengu þátttakendur fyrsta flokks vinnuaðstöðu í Íslenska ferðaklasanum. Þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfult og gefandi samstarf. Við hjá Icelandic Startups erum stolt af því hvernig til tókst í þessum fyrsta hraðli sinnar tegundar hér á landi og bindum vonir við að hann muni bætast í hóp þeirra viðskiptahraðla sem haldnir eru árlega á vegum fyrirtækisins. Fyrst og fremst erum við þó stolt af frammistöðu teymana sem tóku þátt, þeim árangri sem þau hafa náð og þeim áhrifum sem þau hafa þegar haft á aukna sjálfbærni, minni sóun og aukna verðmætasköpun.Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Tækni Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Við sem hér búum njótum þeirra forréttinda að vera í nálægð við ríkar náttúruauðlindir eins og jarðvarma, hrein vatnsból, gjöful fiskimið og stórbrotna náttúru sem laðar til okkar ferðamenn. Það gefur auga leið að í landi allsnægta er auðvelt að sofna á verðinum og koma sér vel fyrir í velgengni ríkjandi ástands. En enginn jarðarbúi getur leyft sér slíkt og til að tryggja kynslóðum framtíðar sömu lífsgæði þarf að grípa inn í. Icelandic Startups brennur fyrir þennan málstað og kom því á fót nýjum viðskiptahraðli sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Auglýst var eftir nýjum lausnum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs undir merkjum Til sjávar og sveita. Markmiðið með viðskiptahraðlinum er að auka verðmætasköpun og nýtingu hráefna í þessum rótgrónu greinum. Tíu teymi voru valin úr stórum hópi umsækjenda og eiga þau það öll sameiginlegt að starfa eftir sjálfbærum markmiðum og stemma stigu við sóun. Viðskiptahugmyndir teymanna eru mjög fjölbreyttar og þar kemur ýmislegt áhugavert og afhjúpandi í ljós. Á hverju ári er til að mynda mörg þúsund tonnum af kartöfluflusi fleygt án þess að næring sé unnin úr því og Íslendingar framleiða um 75% af öllum þeim æðardún sem seldur er í heiminum en hann er að mestu seldur hálfunninn úr landi sem hráefni í hágæðavörur sem seljast fyrir háar upphæðir á alþjólegum mörkuðum. Í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita eru teymi sem hafa ekki aðeins borið kennsl á þessi vandamál heldur fundið lausn á þeim. Einnig má nefna fyrirtækið Beauty by Iceland sem vinnur snyrtivörur úr rótargrænmeti sem ekki mætir útlitsstöðlum stórvörumarkaða. Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr hráefni sem ekki ratatar í búðir og Álfur bruggar bjór úr kartöfluafskorningum sem annars væri hent. Íslenskur dúnn fullvinnur æðardún í hágæða vörur og tvöfaldar þannig útflutningsverðmæti hans. Þá framleiðir Urtasjór kolsýrt og steinefnaríkt drykkjarvatn úr sjó. Til að sporna við svikastarfssemi í upprunamerkingum matvæla þróar Arcana Bio háhraðatækni í DNA greiningum fyrir matvælaiðnaðinn. Næsta kynslóð rekjanleika- og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt auka skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla er viðfangsefni Tracio. Veiðibækurnar verða færðar af pappírum upp í „skýin“ af fyrirtækinu Öflu, stafrænni veiðbók en þar með fæst í fyrsta sinn heildstæð yfirsýn yfir þá dýrmætu auðlind sem liggur í veiðiám landsins. Stofnendur Feed the Viking vinna þurrkað kjöt og harðfisk og að lokum framleiðir fyrirtækið Pure Natura hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum. Þessi fyrirtæki eru ekki bara að auka sjálfbærni og sporna gegn sóun heldur munu þau án efa með tíð og tíma blómstra og mögulega sækja á erlendan markað og leggja þannig sitt lóð á vogaskál aukinnar hagsældar og jafnvægis í íslensku efnahagslífi. Enda er eitt af markmiðunum með viðskiptahröðlum Icelandic Startup að efla nýsköpun og fjölga þannig stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita hefði ekki orðið að veruleika nema með stuðningi bakhjarla sem allir eiga það sameiginlegt að brenna líka fyrir sjálfbærni og nýjar lausnir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans með stuðningi frá IKEA á Íslandi, HB Granda, Landbúnaðarklasanum og Matarauði Íslands. Á meðan á hraðlinum stóð fengu þátttakendur fyrsta flokks vinnuaðstöðu í Íslenska ferðaklasanum. Þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfult og gefandi samstarf. Við hjá Icelandic Startups erum stolt af því hvernig til tókst í þessum fyrsta hraðli sinnar tegundar hér á landi og bindum vonir við að hann muni bætast í hóp þeirra viðskiptahraðla sem haldnir eru árlega á vegum fyrirtækisins. Fyrst og fremst erum við þó stolt af frammistöðu teymana sem tóku þátt, þeim árangri sem þau hafa náð og þeim áhrifum sem þau hafa þegar haft á aukna sjálfbærni, minni sóun og aukna verðmætasköpun.Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Icelandic Startups.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun