Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 09:52 Everest er hæsti tindur heims og hafa níu Íslendingar komist á toppinn. vísir/getty Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. Eru dauðsföllin á fjallinu í ár orðin fleiri en allt árið 2018. BBC greinir frá. Breski maðurinn hafði komist á topp fjallsins í gærmorgun en hneig niður og dó aðeins 150 metrum frá tindi fjallsins samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofu mannsins. Leiðsögumenn hans höfðu reynt að koma honum til hjálpar en björgunartilraunir báru ekki árangur. Sjerpi mannsins hafði einnig kvartað undan óþægindum á fjallinu og náðist að bjarga honum í búðir neðar á fjallinu. Þá lést hinn 56 ára gamli Kevin Hynes einnig á föstudag í tjaldi sínu í norðurhlíð fjallsins eftir að hafa snúið við áður en hann komst að toppi fjallsins. Á meðal annarra látinna í vikunni eru fjórir frá Indlandi, Austurríkismaður, Bandaríkjamaður og Nepali. Þá er írski prófessorinn Séamus Lawless talinn af eftir að hann harpaði 500 metra af syllu í hlíðinni. Yfirvöld í Nepal hafa verið gagnrýnd fyrir fjölda leyfisveitinga en alls hafa verið gefin út rúmlega 380 leyfi fyrir fjallgöngumenn sem hyggjast ná toppnum og hefur verið kallað eftir því að takmarka fjölda leyfa til þess að tryggja öryggi göngufólks. Hvert leyfi kostar 11 þúsund dollara, sem samsvarar 1.364.440 íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Fjöldi vongóðra fjallgöngumanna hefur því aldrei verið fleiri en myndir af biðröð á tindi Everest-fjalls hafa vakið mikla athygli. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. Eru dauðsföllin á fjallinu í ár orðin fleiri en allt árið 2018. BBC greinir frá. Breski maðurinn hafði komist á topp fjallsins í gærmorgun en hneig niður og dó aðeins 150 metrum frá tindi fjallsins samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofu mannsins. Leiðsögumenn hans höfðu reynt að koma honum til hjálpar en björgunartilraunir báru ekki árangur. Sjerpi mannsins hafði einnig kvartað undan óþægindum á fjallinu og náðist að bjarga honum í búðir neðar á fjallinu. Þá lést hinn 56 ára gamli Kevin Hynes einnig á föstudag í tjaldi sínu í norðurhlíð fjallsins eftir að hafa snúið við áður en hann komst að toppi fjallsins. Á meðal annarra látinna í vikunni eru fjórir frá Indlandi, Austurríkismaður, Bandaríkjamaður og Nepali. Þá er írski prófessorinn Séamus Lawless talinn af eftir að hann harpaði 500 metra af syllu í hlíðinni. Yfirvöld í Nepal hafa verið gagnrýnd fyrir fjölda leyfisveitinga en alls hafa verið gefin út rúmlega 380 leyfi fyrir fjallgöngumenn sem hyggjast ná toppnum og hefur verið kallað eftir því að takmarka fjölda leyfa til þess að tryggja öryggi göngufólks. Hvert leyfi kostar 11 þúsund dollara, sem samsvarar 1.364.440 íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Fjöldi vongóðra fjallgöngumanna hefur því aldrei verið fleiri en myndir af biðröð á tindi Everest-fjalls hafa vakið mikla athygli. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð.
Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03