Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:35 Mikill fjöldi ökumanna var samankomin á bílastæði BYKO við lítinn fögnuð nágranna. Vísir Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar. Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar.
Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent