Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 12:26 „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ sagði Bryndís í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir markmið núverandi ríkisstjórnar um að bæta vinnubrögð og ásýnd þingsins hafa gengið nokkuð vel. Núverandi fyrirkomulag siðanefndar þingsins gangi hins vegar ekki upp. Bryndís var á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi stöðuna á þinginu ásamt þeim Helgu Völu Helgadóttur og Ingu Sæland. Voru þær sammála um að atburðir síðustu vikna hafi ekki verið til þess að auka álit almennings á Alþingi en hitamál á borð við málþóf Miðflokksins og álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ segir Bryndís í viðtalinu og segir þingmenn eiga að velta fyrir sér hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að bæta ásýnd þingsins. Hún segir forsætisnefnd hafa markvisst unnið að því að auka gagnsæi í störfum þingsins sem sé sjálfsagt mál. Hins vegar sé það fyrirkomulag sem nú er á meðferð mála siðanefndar ekki vænlegt til árangurs. „Þetta fyrirkomulag sem var teiknað upp áður en að ég kom inn á þing og var klárað árið 2016, það gengur ekki upp. Það virkar þannig að forsætisnefnd tekur við kærum eða ásökunum um að einhver hafi brotið á siðareglum, það getur komið frá hverjum sem er hvort sem hann er aðili máls eða ekki,“ segir Bryndís. „Það er svo okkar að leggja mat hvort við eigum að leggja það fyrir siðanefnd og fá ráðgefandi álit. Svo kemur það til baka frá siðanefnd og þá er það okkar að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi braut gegn siðareglunum eða ekki.“Siðanefnd taldi ummæli Þórhildar Sunnu brjóta gegn siðareglum þingsins. Vísir/Vilhelm„Ég skil mjög vel að fólkið þarna úti skilur ekki hvað við erum að gera“ Bryndís nefnir að eina niðurstaða siðanefndar til þessa sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún sagði rökstuddan grun vera um að hann hafi dregið að sér almannafé. Bryndís hefur sjálf sagt sig frá frekari umfjöllun um mál Þórhildar Sunnu eftir ummæli sem hún lét falla í viðtali við RÚV þar sem hún sagði umræðuna um álit siðanefndar vera afar óheppilega. Hún sé þó ósátt við hvernig málið fór í fjölmiðla. „Það reitti mig til reiði að þegar við erum með þetta inni á okkar borði er eins og hefjist einhver fjölmiðlaáróður, einhver barátta í gegnum fjölmiðla,“ segir Bryndís og segir þá baráttu hafa verið af hálfu Pírata. Þrátt fyrir að Bryndísi sjálfri þyki ummælin vera alvarleg segir hún niðurstöðuna kannski koma mörgum á óvart í ljósi þess að nefndin hefur vísað málum frá sem mörgum gæti þótt alvarlegri en ummæli Þórhildar Sunnu. Það sé því mjög skiljanlegt að fólk skilji ekki störf nefndarinnar. „Á sama tíma höfum við verið að afgreiða frá okkur mál sem tengjast alvarlegu kynferðislegu áreiti þingmanns og það er sagt að það sé ekki brot á siðareglum,“ segir Bryndís og vísar þar til máls Ágústs Ólafs en í lok aprílmánaðar komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til umfjöllunar. Ágúst Ólafur var áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar í haust fyrir að áreita konu kynferðislega. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir markmið núverandi ríkisstjórnar um að bæta vinnubrögð og ásýnd þingsins hafa gengið nokkuð vel. Núverandi fyrirkomulag siðanefndar þingsins gangi hins vegar ekki upp. Bryndís var á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi stöðuna á þinginu ásamt þeim Helgu Völu Helgadóttur og Ingu Sæland. Voru þær sammála um að atburðir síðustu vikna hafi ekki verið til þess að auka álit almennings á Alþingi en hitamál á borð við málþóf Miðflokksins og álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ segir Bryndís í viðtalinu og segir þingmenn eiga að velta fyrir sér hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að bæta ásýnd þingsins. Hún segir forsætisnefnd hafa markvisst unnið að því að auka gagnsæi í störfum þingsins sem sé sjálfsagt mál. Hins vegar sé það fyrirkomulag sem nú er á meðferð mála siðanefndar ekki vænlegt til árangurs. „Þetta fyrirkomulag sem var teiknað upp áður en að ég kom inn á þing og var klárað árið 2016, það gengur ekki upp. Það virkar þannig að forsætisnefnd tekur við kærum eða ásökunum um að einhver hafi brotið á siðareglum, það getur komið frá hverjum sem er hvort sem hann er aðili máls eða ekki,“ segir Bryndís. „Það er svo okkar að leggja mat hvort við eigum að leggja það fyrir siðanefnd og fá ráðgefandi álit. Svo kemur það til baka frá siðanefnd og þá er það okkar að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi braut gegn siðareglunum eða ekki.“Siðanefnd taldi ummæli Þórhildar Sunnu brjóta gegn siðareglum þingsins. Vísir/Vilhelm„Ég skil mjög vel að fólkið þarna úti skilur ekki hvað við erum að gera“ Bryndís nefnir að eina niðurstaða siðanefndar til þessa sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún sagði rökstuddan grun vera um að hann hafi dregið að sér almannafé. Bryndís hefur sjálf sagt sig frá frekari umfjöllun um mál Þórhildar Sunnu eftir ummæli sem hún lét falla í viðtali við RÚV þar sem hún sagði umræðuna um álit siðanefndar vera afar óheppilega. Hún sé þó ósátt við hvernig málið fór í fjölmiðla. „Það reitti mig til reiði að þegar við erum með þetta inni á okkar borði er eins og hefjist einhver fjölmiðlaáróður, einhver barátta í gegnum fjölmiðla,“ segir Bryndís og segir þá baráttu hafa verið af hálfu Pírata. Þrátt fyrir að Bryndísi sjálfri þyki ummælin vera alvarleg segir hún niðurstöðuna kannski koma mörgum á óvart í ljósi þess að nefndin hefur vísað málum frá sem mörgum gæti þótt alvarlegri en ummæli Þórhildar Sunnu. Það sé því mjög skiljanlegt að fólk skilji ekki störf nefndarinnar. „Á sama tíma höfum við verið að afgreiða frá okkur mál sem tengjast alvarlegu kynferðislegu áreiti þingmanns og það er sagt að það sé ekki brot á siðareglum,“ segir Bryndís og vísar þar til máls Ágústs Ólafs en í lok aprílmánaðar komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til umfjöllunar. Ágúst Ólafur var áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar í haust fyrir að áreita konu kynferðislega. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46