Þristur á leiðinni til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2019 13:15 Fjöldi fólks nýtti sér tækifærin sem gáfust til að skoða þessa fornfrægu stríðsgripi á Reykjavíkurflugvelli í vikunni sem leið. Stöð 2/KMU. Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku til að taka þátt í minningarathöfnum í Frakklandi vegna D-dagsins fyrir 75 árum, upphafsdags innrásar Bandamanna í Normandí. Flugvélin, sem nú er væntanleg, ber gæluheitið Miss Montana og er af hergerðinni C-47, smíðuð undir stríðslok árið 1945. Vélin var í nótt í Iqaluit við Frobisher-flóa, höfuðstað Baffinslands, en flaug í morgun til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hún lenti um hádegisbil. Eftir eldsneytisáfyllingu var haldið í loftið á ný upp úr klukkan eitt og áætlar áhöfnin að lenda í Reykjavík um sexleytið í kvöld.Íslenska þristinum Páli Sveinssyni var flogið frá Akureyri á fimmtudagskvöld til móts við þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli.Stöð 2/KMU.Þá verða aðeins tveir þristar ókomnir af þeim fjórtán sem gert er ráð fyrir að fljúgi frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast stríðsatburðanna. Búist er við öðrum þeirra á morgun en flugáætlun hans liggur ekki nánar fyrir, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson er nú á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Hann kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld eftir að flugvirkjar luku viðgerð á bilun í hreyfli á Akureyrarflugvelli. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku til að taka þátt í minningarathöfnum í Frakklandi vegna D-dagsins fyrir 75 árum, upphafsdags innrásar Bandamanna í Normandí. Flugvélin, sem nú er væntanleg, ber gæluheitið Miss Montana og er af hergerðinni C-47, smíðuð undir stríðslok árið 1945. Vélin var í nótt í Iqaluit við Frobisher-flóa, höfuðstað Baffinslands, en flaug í morgun til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hún lenti um hádegisbil. Eftir eldsneytisáfyllingu var haldið í loftið á ný upp úr klukkan eitt og áætlar áhöfnin að lenda í Reykjavík um sexleytið í kvöld.Íslenska þristinum Páli Sveinssyni var flogið frá Akureyri á fimmtudagskvöld til móts við þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli.Stöð 2/KMU.Þá verða aðeins tveir þristar ókomnir af þeim fjórtán sem gert er ráð fyrir að fljúgi frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast stríðsatburðanna. Búist er við öðrum þeirra á morgun en flugáætlun hans liggur ekki nánar fyrir, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson er nú á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Hann kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld eftir að flugvirkjar luku viðgerð á bilun í hreyfli á Akureyrarflugvelli.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15