Erlent

Ósátt við fána ESB við ráðhús í Frederiksberg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Pia Kjærsgaard á Íslandi sumarið 2018.
Pia Kjærsgaard á Íslandi sumarið 2018. Fréttablaðið/Anton Brink
Forseti Folketinget, þjóðþings Dana, Pia Kjærsgaard, gagnrýndi í gær að fáni Evrópusambandsins væri dreginn að húni við ráðhúsið í Fred­eriksberg þar sem var kjörstaður fyrir kosningar til Evrópuþingsins.

„Þau ráða þessu sjálf en mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun,“ sagði Kjærsgaard í viðtali við fréttastofu Danmarks Radio. „Því mér finnst að ESB-fáninn aðskilji á meðan Dannebrog [danski þjóðfáninn] sameinar. Og það eru Danir sem ganga til kosninga í dag.“

Kjærsgaard, sem er andstæðingur aðildar Danmerkur að Evrópusambandinu, sagði að vissulega væri um ESB-kosningar að ræða. „En það sem þetta snýst um fyrir marga – og mig – er meiri Danmörk og minna ESB. Það má segja að það sé dálítið djarft að flagga ESB-fánanum,“ sagði þingformaðurinn við DR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×