Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 09:00 Skiltið sem Ólöf Hugrún sá og myndaði á N1 í Borgarnesi. ólöf hugrún Bæði olíufélögin N1 og Olís hafa gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Hjá báðum fyrirtækjum er þetta gert vegna þess að Íslendingar eiga það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í Listaháskóla Íslands, vakti athygli á slíku skilti á Twitter í vikunni en skiltið er uppi á N1 í Borgarnesi. Ólöf segir að þrjú slík skilti hafi verið sjáanleg á afgreiðsluborðum en þau hafi öll verið á íslensku.Jón Viðar Stefánsson er rekstrarstjóri N1.aðsend myndKomið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir að tala ekki íslensku fullkomlega Í svari við fyrirspurn Vísis segir Jón Viðar Stefánsson, rekstarstjóri N1, að á þeim svæðum þar sem meira sé af erlendu starfsfólki en öðrum hafi þessi skilti verið sett upp til að upplýsa viðskiptavini. „Hjá N1 starfa um 600 manns og erum við það heppin að hafa fólk allsstaðar úr heiminum í okkar liði. Á sumum svæðum er meira af erlendu starfsfólki en öðrum. Á þeim svæðum höfum við sett upp þessi skilti til að upplýsa okkar viðskiptavini. Auk þess bera starfsmenn sem ekki tala íslensku barmmerki sem segir til um það,“ segir í svari Jóns Viðars. Þá bera nýir starfsmenn hjá N1 barmmerki sem upplýsir viðskiptavininn um að viðkomandi sé í þjálfun. „Í langflestum tilfellum sýna viðsiptavinir okkar þessu skilning og þolinmæði en auðvitað hefur það komið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir það að tala íslensku ekki fullkomlega,“ segir Jón Viðar. Hann segir það einnig oft hafa nýst fyrirtækinu vel að hafa erlenda starfsmenn í vinnu undanfarin ár þegar ferðamönnum hefur fjölgað eins hratt og raun ber vitni. „Enda höfum við starfsfólk hjá okkur sem talar þýsku, frönsku, ensku, spænsku og svo mætti eflaust lengi telja.“Hversu mikið ætli Íslendingar hafi hraunað yfir erlent starfsfólk til að þetta skilti hafi orðið að raunveruleika?pic.twitter.com/xijLsxHOz7 — Ólöf Hugrún (@olofhugrun) May 26, 2019„Umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt“ Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís, segir framkomu viðskiptavina í garð starfsfólks almennt í fínu lagi. „En staðreyndin er sú að við Íslendingar gerum oft kröfu um að fá þjónustu frá íslenskumælandi fólki. Þráðurinn er misstuttur hjá fólki og umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt,“ segir Ragnheiður. Olís hafi sett upp skilti með skilaboðum til viðskiptavina um að sýna erlendu starfsfólki kurteisi og virðingu til að vekja athygli á því að erlendir starfsmenn séu fjölmargir hjá Olís og þeir hafi reynst fyrirtækinu mjög vel. „Við erum að hjálpa þeim að festa rætur í okkar umhverfi og því biðjum við fólk um að umgangast þessa erlendu starfsmenn eins og alla hina Íslendingana sem vinna hjá okkur og sýna þeim sömu virðingu. Þetta er fólk sem reynir eins og það getur að sinna starfi sínu vel og auðvitað er tungumálið vandamál í byrjun en flestir fara á íslenskunámskeið og reyna sitt besta til að falla inn í umhverfið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís.Dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki með annað litarhaft Spurð út í það hvort að svona skilti séu víða segir Ragnheiður að fyrir þremur til fjórum árum hafi verslunarstjóri sem var yfir stöð Olís úti á landi sett upp skilti í sínu byggðarlagi. „Þar var óvenju hátt hlutfall af erlendum starfsmönnum á þeirri stöð. Þetta mæltist ágætlega fyrir og fólk tók tillit til þess þannig að við höfum sett þetta þar sem verslunarstjórar hafa óskað eftir því.“ Ragnheiður segir það dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki sem er með annað litarhaft en neikvæð framkoma í garð þeirra starfsmanna sé því miður algengari en í garð annarra. „Við erum með töluverðan fjölda starfsmanna af mismunandi þjóðerni og það sitja allir við sama borð hjá okkur,“ segir Ragnheiður en starfsfólk Olís kemur frá nítján mismunandi þjóðlöndum. Þá bendir Ragnheiður á að Olís heiðri árlega starfsfólk fyrir langan starfsaldur. Það er byrjað að heiðra fólk við 10 ára starfsaldur, svo 15 ár og svo koll af kolli. „Og það er gaman að segja frá því að undanfarin tvö ár höfum við heiðrað 11 manns frá Póllandi og Filippseyjum fyrir 10 og 15 ára starf. Þannig að fólk er alveg að stoppa hjá okkur og við viljum gera allt til þess að auðvelda þeim að komast inn í samfélagið okkar,“ segir Ragnheiður. Bensín og olía Innflytjendamál Neytendur Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bæði olíufélögin N1 og Olís hafa gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Hjá báðum fyrirtækjum er þetta gert vegna þess að Íslendingar eiga það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í Listaháskóla Íslands, vakti athygli á slíku skilti á Twitter í vikunni en skiltið er uppi á N1 í Borgarnesi. Ólöf segir að þrjú slík skilti hafi verið sjáanleg á afgreiðsluborðum en þau hafi öll verið á íslensku.Jón Viðar Stefánsson er rekstrarstjóri N1.aðsend myndKomið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir að tala ekki íslensku fullkomlega Í svari við fyrirspurn Vísis segir Jón Viðar Stefánsson, rekstarstjóri N1, að á þeim svæðum þar sem meira sé af erlendu starfsfólki en öðrum hafi þessi skilti verið sett upp til að upplýsa viðskiptavini. „Hjá N1 starfa um 600 manns og erum við það heppin að hafa fólk allsstaðar úr heiminum í okkar liði. Á sumum svæðum er meira af erlendu starfsfólki en öðrum. Á þeim svæðum höfum við sett upp þessi skilti til að upplýsa okkar viðskiptavini. Auk þess bera starfsmenn sem ekki tala íslensku barmmerki sem segir til um það,“ segir í svari Jóns Viðars. Þá bera nýir starfsmenn hjá N1 barmmerki sem upplýsir viðskiptavininn um að viðkomandi sé í þjálfun. „Í langflestum tilfellum sýna viðsiptavinir okkar þessu skilning og þolinmæði en auðvitað hefur það komið upp að starfsmenn fái gagnrýni fyrir það að tala íslensku ekki fullkomlega,“ segir Jón Viðar. Hann segir það einnig oft hafa nýst fyrirtækinu vel að hafa erlenda starfsmenn í vinnu undanfarin ár þegar ferðamönnum hefur fjölgað eins hratt og raun ber vitni. „Enda höfum við starfsfólk hjá okkur sem talar þýsku, frönsku, ensku, spænsku og svo mætti eflaust lengi telja.“Hversu mikið ætli Íslendingar hafi hraunað yfir erlent starfsfólk til að þetta skilti hafi orðið að raunveruleika?pic.twitter.com/xijLsxHOz7 — Ólöf Hugrún (@olofhugrun) May 26, 2019„Umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt“ Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís, segir framkomu viðskiptavina í garð starfsfólks almennt í fínu lagi. „En staðreyndin er sú að við Íslendingar gerum oft kröfu um að fá þjónustu frá íslenskumælandi fólki. Þráðurinn er misstuttur hjá fólki og umburðarlyndi ekki alltaf nægilegt,“ segir Ragnheiður. Olís hafi sett upp skilti með skilaboðum til viðskiptavina um að sýna erlendu starfsfólki kurteisi og virðingu til að vekja athygli á því að erlendir starfsmenn séu fjölmargir hjá Olís og þeir hafi reynst fyrirtækinu mjög vel. „Við erum að hjálpa þeim að festa rætur í okkar umhverfi og því biðjum við fólk um að umgangast þessa erlendu starfsmenn eins og alla hina Íslendingana sem vinna hjá okkur og sýna þeim sömu virðingu. Þetta er fólk sem reynir eins og það getur að sinna starfi sínu vel og auðvitað er tungumálið vandamál í byrjun en flestir fara á íslenskunámskeið og reyna sitt besta til að falla inn í umhverfið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Olís.Dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki með annað litarhaft Spurð út í það hvort að svona skilti séu víða segir Ragnheiður að fyrir þremur til fjórum árum hafi verslunarstjóri sem var yfir stöð Olís úti á landi sett upp skilti í sínu byggðarlagi. „Þar var óvenju hátt hlutfall af erlendum starfsmönnum á þeirri stöð. Þetta mæltist ágætlega fyrir og fólk tók tillit til þess þannig að við höfum sett þetta þar sem verslunarstjórar hafa óskað eftir því.“ Ragnheiður segir það dapurlegast þegar vart verður við fordóma gagnvart fólki sem er með annað litarhaft en neikvæð framkoma í garð þeirra starfsmanna sé því miður algengari en í garð annarra. „Við erum með töluverðan fjölda starfsmanna af mismunandi þjóðerni og það sitja allir við sama borð hjá okkur,“ segir Ragnheiður en starfsfólk Olís kemur frá nítján mismunandi þjóðlöndum. Þá bendir Ragnheiður á að Olís heiðri árlega starfsfólk fyrir langan starfsaldur. Það er byrjað að heiðra fólk við 10 ára starfsaldur, svo 15 ár og svo koll af kolli. „Og það er gaman að segja frá því að undanfarin tvö ár höfum við heiðrað 11 manns frá Póllandi og Filippseyjum fyrir 10 og 15 ára starf. Þannig að fólk er alveg að stoppa hjá okkur og við viljum gera allt til þess að auðvelda þeim að komast inn í samfélagið okkar,“ segir Ragnheiður.
Bensín og olía Innflytjendamál Neytendur Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira