Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2019 22:01 Þórir Ólafsson, bóndi í Bollakoti, ásamt Ármanni, syni sínum, í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. Bóndi í Fljótshlíð segir Sunnlendinga eiga inni núna þessa hagstæðu sumarbyrjun eftir erfitt rigningarsumar í fyrra. Sýnt var frá heyskap í Fljótshlíð í fréttum Stöðvar 2. Fjallahringurinn í Fljótshlíðinni skartaði sínu fegursta í dag. Þetta er umgjörðin sem Gunnar á Hlíðarenda fórnaði sínu lífi fyrir í Njálssögu, svo fögur þótti honum hlíðin. En á jörðinni Bollakoti var bóndi kominn út á túnin á traktornum með heyþyrluna í eftirdragi að snúa, hann var búinn að slá tólf hektara.Traktorinn á túnum Bollakots í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í fyrra var það rigningin sem plagaði sunnlenska bændur. Þá mynduðum við fyrsta bóndann í heyskap þann 14. júní. Í ár eru þeir fyrstu þremur vikum fyrr. Við höfum einnig frétt af því að í Gunnbjarnarholti í Gnúpverjahreppi hafi bændur einnig slegið á laugardag en þeir virðast hafa verið fyrstir í ár, ásamt Þóri Ólafssyni í Bollakoti, sem segir grasið gríðarleg gott, - það sé af nýrækt frá því í fyrra. „Við slógum á laugardagskvöld, byrjuðum þá. Laugardagur til lukku,“ segir Þórir. Og viðbrigðin hjá Sunnlendingum eru mikil frá síðasta sumri. „Við eigum þetta inni núna, eftir það sem skeði í fyrrasumar, - að geta byrjað snemma.“ -Hefurðu nokkurn tímann kannski byrjað svona snemma? „Nei, nei, alls ekki. Enda ekki búinn að búa lengi.“Heyinu snúið með heyþyrlunni í Fljótshlíð í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er raunar fáheyrt að bændur hefji heyskap svo snemma eins og í ár, 25. maí, þegar enn var vika eftir af maímánuði. „Það er ótrúlegt í rauninni. Enda gríðarlega hagstæð skilyrði í rauninni í vor og hingað til. Mjög hlýtt og gott." Sonurinn Ármann fékk að sitja í hjá pabba sínum en Þórir og Sigríður Þyrí kona hans reka stórt kúabú í Bollakoti ásamt foreldrum hans. -Það voru nú einhverjir búnir að spá öðru rigningarsumri sunnanlands. En sumarbyrjunin er nú ekkert svo slæm núna? „Nei. En þá verður maður líka að nýta hvern einasta sólardag, því maður býst alltaf við rigningu,“ svarar Þórir og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt. 4. ágúst 2018 19:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Bóndi í Kolgrafarfirði segir heyskap ganga ömurlega vegna mikilla rigninga. Segir gamla bændur í sveitinni tala um að síðast hafi ástandið verið jafnslæmt fyrir rúmum sex áratugum. Annar varaformaður atvinnuveganefndar segir stöðuna áhy 21. júlí 2018 12:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. Bóndi í Fljótshlíð segir Sunnlendinga eiga inni núna þessa hagstæðu sumarbyrjun eftir erfitt rigningarsumar í fyrra. Sýnt var frá heyskap í Fljótshlíð í fréttum Stöðvar 2. Fjallahringurinn í Fljótshlíðinni skartaði sínu fegursta í dag. Þetta er umgjörðin sem Gunnar á Hlíðarenda fórnaði sínu lífi fyrir í Njálssögu, svo fögur þótti honum hlíðin. En á jörðinni Bollakoti var bóndi kominn út á túnin á traktornum með heyþyrluna í eftirdragi að snúa, hann var búinn að slá tólf hektara.Traktorinn á túnum Bollakots í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í fyrra var það rigningin sem plagaði sunnlenska bændur. Þá mynduðum við fyrsta bóndann í heyskap þann 14. júní. Í ár eru þeir fyrstu þremur vikum fyrr. Við höfum einnig frétt af því að í Gunnbjarnarholti í Gnúpverjahreppi hafi bændur einnig slegið á laugardag en þeir virðast hafa verið fyrstir í ár, ásamt Þóri Ólafssyni í Bollakoti, sem segir grasið gríðarleg gott, - það sé af nýrækt frá því í fyrra. „Við slógum á laugardagskvöld, byrjuðum þá. Laugardagur til lukku,“ segir Þórir. Og viðbrigðin hjá Sunnlendingum eru mikil frá síðasta sumri. „Við eigum þetta inni núna, eftir það sem skeði í fyrrasumar, - að geta byrjað snemma.“ -Hefurðu nokkurn tímann kannski byrjað svona snemma? „Nei, nei, alls ekki. Enda ekki búinn að búa lengi.“Heyinu snúið með heyþyrlunni í Fljótshlíð í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er raunar fáheyrt að bændur hefji heyskap svo snemma eins og í ár, 25. maí, þegar enn var vika eftir af maímánuði. „Það er ótrúlegt í rauninni. Enda gríðarlega hagstæð skilyrði í rauninni í vor og hingað til. Mjög hlýtt og gott." Sonurinn Ármann fékk að sitja í hjá pabba sínum en Þórir og Sigríður Þyrí kona hans reka stórt kúabú í Bollakoti ásamt foreldrum hans. -Það voru nú einhverjir búnir að spá öðru rigningarsumri sunnanlands. En sumarbyrjunin er nú ekkert svo slæm núna? „Nei. En þá verður maður líka að nýta hvern einasta sólardag, því maður býst alltaf við rigningu,“ svarar Þórir og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt. 4. ágúst 2018 19:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Bóndi í Kolgrafarfirði segir heyskap ganga ömurlega vegna mikilla rigninga. Segir gamla bændur í sveitinni tala um að síðast hafi ástandið verið jafnslæmt fyrir rúmum sex áratugum. Annar varaformaður atvinnuveganefndar segir stöðuna áhy 21. júlí 2018 12:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt. 4. ágúst 2018 19:00
Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45
Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00
Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Bóndi í Kolgrafarfirði segir heyskap ganga ömurlega vegna mikilla rigninga. Segir gamla bændur í sveitinni tala um að síðast hafi ástandið verið jafnslæmt fyrir rúmum sex áratugum. Annar varaformaður atvinnuveganefndar segir stöðuna áhy 21. júlí 2018 12:00