Fór í skiptinám, var í tvöföldu tónlistarnámi og dúxaði Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Rán útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,7. Aðsent „Ég er búin að vera í tvöföldu tónlistarnámi með skóla, spila á fiðlu og læri klassískan söng í tónlistarskólanum á Egilsstöðum,“ segir Héraðsbúinn Rán Finnsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og var dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Rán segir skólagönguna alla tíð gengið vel og segist í raun hafa búist við því að nafn hennar yrði kallað upp þegar tilkynnt væri um dúx ME á útskriftarathöfninni 25. maí síðastliðinn. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. „Mamma og pabbi voru alveg himinlifandi en þau bjuggust alveg eins við þessu og ég,“ segir Rán sem útskrifaðist með einkunnina 9,7. Menntaskólaganga Ránar var ekki eins og hjá flestum en á öðru ári fluttist Rán búferlum til borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og var þar skiptinemi veturinn 2016-2017. Rán er á því að skiptinámið hafi kennt henni margt, „Skiptinámið kenndi mér mjög margt, verandi skiptinemi lærir maður einhvern veginn meira um samskipti og hvernig hægt er að tala við hvern sem er, sama hvað,“ segir Rán og bætir því við að hún eigi enn í samskiptum við vini sína frá Spáni. Raungreinarnar voru Ránar ær og kýr, greint var frá því á athöfninni að í 19 af 21 raungreinaáföngum hafi Rán fengið 10 í einkunn, fyrir árangurinn í raungreinum hlaut Rán Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, þau verðlaun nýtast henni þó ekki enda hefur hún sótt um nám í Verkfræðilegri Eðlisfræði við Háskóla Íslands. Rán segist læra best á því að kenna öðrum í kringum hana og hjálpa þeim sem eru í sömu áföngum, „þannig lærir maður og skilur betur,“ segir Rán Finnsdóttir, dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ég er búin að vera í tvöföldu tónlistarnámi með skóla, spila á fiðlu og læri klassískan söng í tónlistarskólanum á Egilsstöðum,“ segir Héraðsbúinn Rán Finnsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og var dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Rán segir skólagönguna alla tíð gengið vel og segist í raun hafa búist við því að nafn hennar yrði kallað upp þegar tilkynnt væri um dúx ME á útskriftarathöfninni 25. maí síðastliðinn. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. „Mamma og pabbi voru alveg himinlifandi en þau bjuggust alveg eins við þessu og ég,“ segir Rán sem útskrifaðist með einkunnina 9,7. Menntaskólaganga Ránar var ekki eins og hjá flestum en á öðru ári fluttist Rán búferlum til borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og var þar skiptinemi veturinn 2016-2017. Rán er á því að skiptinámið hafi kennt henni margt, „Skiptinámið kenndi mér mjög margt, verandi skiptinemi lærir maður einhvern veginn meira um samskipti og hvernig hægt er að tala við hvern sem er, sama hvað,“ segir Rán og bætir því við að hún eigi enn í samskiptum við vini sína frá Spáni. Raungreinarnar voru Ránar ær og kýr, greint var frá því á athöfninni að í 19 af 21 raungreinaáföngum hafi Rán fengið 10 í einkunn, fyrir árangurinn í raungreinum hlaut Rán Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, þau verðlaun nýtast henni þó ekki enda hefur hún sótt um nám í Verkfræðilegri Eðlisfræði við Háskóla Íslands. Rán segist læra best á því að kenna öðrum í kringum hana og hjálpa þeim sem eru í sömu áföngum, „þannig lærir maður og skilur betur,“ segir Rán Finnsdóttir, dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira