Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2019 17:15 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira