Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 18:34 Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira