Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Snjóframleiðsla í Bláfjöllum mun fjölga opnunardögum og áætlað er að heildaraðsókn aukist um 50 prósent. Aukin bílaumferð eykur líkur á slysum og skapar þar með ógn við vatnsvernd. Fréttablaðið/Anton Brink Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent