Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 16:00 Ónefndur sjómaður sendi myndband til að sýna hvernig skipverjar hefðu getað brugðist við vandanum. Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42