Ráðherrar kynntu aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2019 20:00 Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“