Fjárfesting á besta tíma Sveinn Fr. Sveinsson skrifar 31. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrirhugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, aflagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostnaðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrirhugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, aflagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostnaðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun