Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2019 22:35 Elon Musk er stofnandi Tesla. Fulltrúar frá fyrirtækinu áttu fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en ákveðið var að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm stöður. Getty/Troy Harvey Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira