Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2019 23:25 Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor sem sat í stjórnlagaráði, er langt frá því að vera ánægður með tillögu að nýju auðlindaákvæði á stjórnarskrá landsins sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um í kvöldfréttum RÚV. Ekki náðist í Þorvald við gerð fréttarinnar en í stöðuuppfærslu sem Þorvaldur skrifaði á Facebook kemur hann á framfæri óánægju sinni með útspilið. „Þessi tillaga um auðlindaákvæði er yfirgengilegt hneyksli, svo miklu verri er hún en tillaga Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012,“ skrifar Þorvaldur. „Orðin „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ eru farin. Orðin „gegn fullu gjaldi“ eru farin. Orðin „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli“ eru farin. Ég gæti haldið áfram“. Tillagan hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en tillagan er svohljóðandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. 10. maí 2019 19:24 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor sem sat í stjórnlagaráði, er langt frá því að vera ánægður með tillögu að nýju auðlindaákvæði á stjórnarskrá landsins sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um í kvöldfréttum RÚV. Ekki náðist í Þorvald við gerð fréttarinnar en í stöðuuppfærslu sem Þorvaldur skrifaði á Facebook kemur hann á framfæri óánægju sinni með útspilið. „Þessi tillaga um auðlindaákvæði er yfirgengilegt hneyksli, svo miklu verri er hún en tillaga Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012,“ skrifar Þorvaldur. „Orðin „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ eru farin. Orðin „gegn fullu gjaldi“ eru farin. Orðin „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli“ eru farin. Ég gæti haldið áfram“. Tillagan hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en tillagan er svohljóðandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. 10. maí 2019 19:24 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. 10. maí 2019 19:24