Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr ÓKP skrifar 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, brást illa við ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Enginn fulltrúi Miðflokksins mætti á fundinn, en Gunnar Bragi Sveinsson á fast sæti í nefndinni og Sigmundur er varamaður hans. „Þetta er rangt hjá Sigmundi og útúrsnúningur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þessum fundi voru gerð sömu skil og öðrum fundum. Dagskránni var ekki haldið leyndri fyrir neinum nefndarmanni,“ segir Áslaug, sem einnig tók til varna á Facebook-síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fundurinn hefði verið boðaður. Það var gert með SMS-skilaboðum og tölvupósti klukkan rúmlega fjögur daginn fyrir fundinn. Áslaug segir ekkert óeðlilegt við þá fundarboðun eða fyrirvara. Aðspurð segist Áslaug engar skýringar hafa fengið á fjarveru Miðflokksmanna á fundinum. „Nei, ég hef engar skýringar fengið á því. Og mér þótti þetta bara afar sérstakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjölbreyttu sjónarmiða sem komu fram. Dagskrá vikunnar um að það væri utanríkismálafundur klukkan eitt á fimmtudag lá fyrir strax á mánudag þannig að það er afar hæpið að halda því fram að þessi fundartími hafi komið á óvart,“ segir Áslaug. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, brást illa við ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Enginn fulltrúi Miðflokksins mætti á fundinn, en Gunnar Bragi Sveinsson á fast sæti í nefndinni og Sigmundur er varamaður hans. „Þetta er rangt hjá Sigmundi og útúrsnúningur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þessum fundi voru gerð sömu skil og öðrum fundum. Dagskránni var ekki haldið leyndri fyrir neinum nefndarmanni,“ segir Áslaug, sem einnig tók til varna á Facebook-síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fundurinn hefði verið boðaður. Það var gert með SMS-skilaboðum og tölvupósti klukkan rúmlega fjögur daginn fyrir fundinn. Áslaug segir ekkert óeðlilegt við þá fundarboðun eða fyrirvara. Aðspurð segist Áslaug engar skýringar hafa fengið á fjarveru Miðflokksmanna á fundinum. „Nei, ég hef engar skýringar fengið á því. Og mér þótti þetta bara afar sérstakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjölbreyttu sjónarmiða sem komu fram. Dagskrá vikunnar um að það væri utanríkismálafundur klukkan eitt á fimmtudag lá fyrir strax á mánudag þannig að það er afar hæpið að halda því fram að þessi fundartími hafi komið á óvart,“ segir Áslaug.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira