Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 22:11 Hljómsveitin Hatari er framlag Íslands í Eurovision í ár. Eurovision Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“ Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40