Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 14:41 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Fréttablaðið/pjetur Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra en fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst og átt í talsverðum rafrænum samskiptum. Umrædd atvik átti sér stað er maðurinn sótti stúlkuna eftir að hún bað hann um að kaupa sér sígarettur. Óku þau á afskekktan stað í nágrenni Akureyrar þar sem þau reyktu saman sígarettur. Settust þau síðan í aftursæti bílsins þar sem maðurinn fór að kyssa stúlkuna. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa snert brjóst konunnar og látið hana fróa sér. Maðurinn játaði því að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hann hafi látið hana fróa sér. Var það hins vegar mat dómsins að allt frá því að maðurinn gaf lögregluskýrslu hafi framburður hans um það atriði verið á reiki, en framburður stúlkunnar verið allskýr og trúverðugur um helstu sakaratriði málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu, en brotið var framið árið 2013 er maðurinn var sautján ára og stúlkan fjórtán ára. „Til þess ber einnig að líta að ákærði játaði, eins og áður er rakið, nær undanbragðalaust hluta verknaðarlýsingar og sakargiftir samkvæmt ákæru, en lýsti einnig yfir iðran vegna þeirrar háttsemi. Þá er hann ungur að árum og var að auki þegar hann framdi brotið aðeins 17 ára og því barn að lögum. Þá ber að áliti dómara að taka sérstakt tillit til þess að mál þetta hefur dregist mjög í meðförum á öllum stigum, sem ákærða verður á engan hátt kennt um.“ Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra en fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst og átt í talsverðum rafrænum samskiptum. Umrædd atvik átti sér stað er maðurinn sótti stúlkuna eftir að hún bað hann um að kaupa sér sígarettur. Óku þau á afskekktan stað í nágrenni Akureyrar þar sem þau reyktu saman sígarettur. Settust þau síðan í aftursæti bílsins þar sem maðurinn fór að kyssa stúlkuna. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa snert brjóst konunnar og látið hana fróa sér. Maðurinn játaði því að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hann hafi látið hana fróa sér. Var það hins vegar mat dómsins að allt frá því að maðurinn gaf lögregluskýrslu hafi framburður hans um það atriði verið á reiki, en framburður stúlkunnar verið allskýr og trúverðugur um helstu sakaratriði málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu, en brotið var framið árið 2013 er maðurinn var sautján ára og stúlkan fjórtán ára. „Til þess ber einnig að líta að ákærði játaði, eins og áður er rakið, nær undanbragðalaust hluta verknaðarlýsingar og sakargiftir samkvæmt ákæru, en lýsti einnig yfir iðran vegna þeirrar háttsemi. Þá er hann ungur að árum og var að auki þegar hann framdi brotið aðeins 17 ára og því barn að lögum. Þá ber að áliti dómara að taka sérstakt tillit til þess að mál þetta hefur dregist mjög í meðförum á öllum stigum, sem ákærða verður á engan hátt kennt um.“
Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira