Fjórðungur landsmanna vill sniðganga Eurovision í Ísrael Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2019 07:15 Mótmælendur á Gaza flýja táragas sem beitt var gegn þeim við landamæri Ísraels á föstudaginn. Nordicphotos/Getty Einn af hverjum fjórum landsmönnum vill að Ísland sniðgangi Eurovision-keppnina í Ísrael. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í rauninni allt frá því Ísrael vann keppnina síðastliðið vor, þá koma þessar tölur í rauninni ekki á óvart, það er að einn af hverjum fjórum landsmönnum vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Eurovision-keppnin virðist hins vegar lúta öðrum lögmálum í hugum landsmanna en mörg önnur dægurmál. Þannig hverfa nánast hin skörpu skil sem gjarnan birtast í deiluefnum eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun þegar kemur að viðhorfum sem tengjast þessu fyrirbæri. Þannig er vart marktækur munur milli viðhorfa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til sniðgöngu.Skörpustu skil milli viðhorfa í einstökum þjóðfélagshópum eru milli kynjanna, en konur eru töluvert líklegri til að vilja sniðganga keppnina en karlar. Þá er yngsti aldurshópurinn sem spurður var líklegri til að vilja sniðganga. Baldur segir að viðhorf unga fólksins kunni að skýrast af því að málefni Palestínu hafi verið töluvert mikið rædd á samfélagsmiðlum unga fólksins og meðal fylgjenda Hatara. Baldur er meðal frummælenda á hádegisfundi í dag um Eurovision og stjórnmál sem Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Baldur, sem verður í beinni útsendingu á fundinum frá Tel Avív, mun ræða um þrennt. „Í fyrsta lagi mun ég halda því fram að Eurovision sé hápólitísk keppni en þó megi bara boða ákveðna pólitík í keppninni og ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg smá ríki og veikburða meðalstór eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt vald keppninnar til að bæta ímynd sína bæði heima fyrir og erlendis og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér að fjalla um texta og sviðsetningu Hatara og hvernig íslenskir listamenn eru í fyrsta skipti að nota sér mjúkt vald keppninnar til þess að koma pólitískum boðskap á framfæri,“ segir Baldur um erindi sitt. Aðrir frummælendur á fundinum verða Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og Baldvin Thor Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2. Málþingið fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslands klukkan 12 og stendur í klukkustund. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Einn af hverjum fjórum landsmönnum vill að Ísland sniðgangi Eurovision-keppnina í Ísrael. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í rauninni allt frá því Ísrael vann keppnina síðastliðið vor, þá koma þessar tölur í rauninni ekki á óvart, það er að einn af hverjum fjórum landsmönnum vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Eurovision-keppnin virðist hins vegar lúta öðrum lögmálum í hugum landsmanna en mörg önnur dægurmál. Þannig hverfa nánast hin skörpu skil sem gjarnan birtast í deiluefnum eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun þegar kemur að viðhorfum sem tengjast þessu fyrirbæri. Þannig er vart marktækur munur milli viðhorfa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til sniðgöngu.Skörpustu skil milli viðhorfa í einstökum þjóðfélagshópum eru milli kynjanna, en konur eru töluvert líklegri til að vilja sniðganga keppnina en karlar. Þá er yngsti aldurshópurinn sem spurður var líklegri til að vilja sniðganga. Baldur segir að viðhorf unga fólksins kunni að skýrast af því að málefni Palestínu hafi verið töluvert mikið rædd á samfélagsmiðlum unga fólksins og meðal fylgjenda Hatara. Baldur er meðal frummælenda á hádegisfundi í dag um Eurovision og stjórnmál sem Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Baldur, sem verður í beinni útsendingu á fundinum frá Tel Avív, mun ræða um þrennt. „Í fyrsta lagi mun ég halda því fram að Eurovision sé hápólitísk keppni en þó megi bara boða ákveðna pólitík í keppninni og ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg smá ríki og veikburða meðalstór eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt vald keppninnar til að bæta ímynd sína bæði heima fyrir og erlendis og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér að fjalla um texta og sviðsetningu Hatara og hvernig íslenskir listamenn eru í fyrsta skipti að nota sér mjúkt vald keppninnar til þess að koma pólitískum boðskap á framfæri,“ segir Baldur um erindi sitt. Aðrir frummælendur á fundinum verða Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og Baldvin Thor Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2. Málþingið fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslands klukkan 12 og stendur í klukkustund.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira