Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:26 Ein af myndunum sem Marta Noregsprinsessa deildi af sér og nýja kærastanum, Durek Verrett. Instagram Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49