Verðbólgan lækki og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 10:24 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14