Sextíu ár síðan Ísland spilaði fyrsta landsleik sinn í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 17:30 Fyrsta landslið Íslands í körfubolta. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Georgsson, Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Bogi Þorsteinsson, Ásgeir Guðmundsson, Guðmundur Árnason, Friðrik Bjarnason og Ingólfur Örnólfsson. Neðri röð frá vinstri: Þórir Arinbjarnason, Ólafur Thorlacius, Birgir Örn Birgis, Ingi Þorsteinsson, Guðni Ó Guðnason, Þorsteinn Hallgrímsson og Lárus Lárusson, Á myndina vantaði Jón Eysteinsson. Mynd/KKÍ Körfuknattleikssamband Íslands minnist þess í dag að sextíu ár séu liðin síðan að Ísland spilaði sinn fyrsta A-landsleik í körfubolta. Leikurinn var við Dani og fór fram 16. maí 1959. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og tapaði naumlega en Danir voru þarna að spila sinn fertugasta landsleik. „Í dag 16.maí eru 60 ár frá fyrsta landsleik okkar í körfubolta - það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég hugsa til þessara miklu eldhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast vel nokkrum þessara einstaklinga og þannig þekkja söguna okkar enn betur,“ skrifaði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ á fésbókarsíðu sína. Kristinn V. Jóhannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 10 stig en Þorsteinn Hallgrímsson skoraði sjö stig og Ólafur Thorlacius var með sex stig. Ingi Þorsteinsson (4 stig), Lárus Lárusson, Þórir Arinbjarnarson, Ingi Gunnarsson (allir 3 stig) og Birgir Örn Birgis (2 stig) komust allir á blað. Í fyrsta byrjunarliði Íslands voru þeir Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Lárus Lárusson, Þorsteinn Hallgrímsson og Birgir Örn Birgis. Þeir tveir síðastnefndu, Þorsteinn og Birgir Örn, voru aðeins sextán ára gamlir, og áttu báðir eftir að sitja mikinn svip á íslenskan körfubolta. Ingi Gunnarsson og Friðrik Bjarnason náðu því líka að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu sjö árum fyrr en þeir hjálpuðu ÍKF, Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, að vinna titilinn vorið 1952. Ingi var fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og líka fyrirliði fyrsta íslenska landsliðsins. Fyrir tíu árum síðan voru liðsmenn liðsins heiðraðir sérstaklega fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og fengu liðsmenn sem áttu heimangengt innrammaða liðsmynd af liðinu.Í fyrsta íslenska landsliðshópnum voru: Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri Kristinn V.Jóhannsson - ÍS Guðmundur Árnason - KFR Ólafur Thorlacius - KFR Birgir Örn Birgis - Ármanni Guðni Ó Guðnason - ÍS Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR Jón Eysteinsson - ÍS Lárus Lárusson - Ármanni Þórir Arinbjarnason - ÍS Ingi Gunnarsson - ÍKF Friðrik Bjarnason - ÍKF Ingi Þorsteinsson - KFR Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands minnist þess í dag að sextíu ár séu liðin síðan að Ísland spilaði sinn fyrsta A-landsleik í körfubolta. Leikurinn var við Dani og fór fram 16. maí 1959. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og tapaði naumlega en Danir voru þarna að spila sinn fertugasta landsleik. „Í dag 16.maí eru 60 ár frá fyrsta landsleik okkar í körfubolta - það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég hugsa til þessara miklu eldhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast vel nokkrum þessara einstaklinga og þannig þekkja söguna okkar enn betur,“ skrifaði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ á fésbókarsíðu sína. Kristinn V. Jóhannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 10 stig en Þorsteinn Hallgrímsson skoraði sjö stig og Ólafur Thorlacius var með sex stig. Ingi Þorsteinsson (4 stig), Lárus Lárusson, Þórir Arinbjarnarson, Ingi Gunnarsson (allir 3 stig) og Birgir Örn Birgis (2 stig) komust allir á blað. Í fyrsta byrjunarliði Íslands voru þeir Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Lárus Lárusson, Þorsteinn Hallgrímsson og Birgir Örn Birgis. Þeir tveir síðastnefndu, Þorsteinn og Birgir Örn, voru aðeins sextán ára gamlir, og áttu báðir eftir að sitja mikinn svip á íslenskan körfubolta. Ingi Gunnarsson og Friðrik Bjarnason náðu því líka að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu sjö árum fyrr en þeir hjálpuðu ÍKF, Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, að vinna titilinn vorið 1952. Ingi var fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og líka fyrirliði fyrsta íslenska landsliðsins. Fyrir tíu árum síðan voru liðsmenn liðsins heiðraðir sérstaklega fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og fengu liðsmenn sem áttu heimangengt innrammaða liðsmynd af liðinu.Í fyrsta íslenska landsliðshópnum voru: Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri Kristinn V.Jóhannsson - ÍS Guðmundur Árnason - KFR Ólafur Thorlacius - KFR Birgir Örn Birgis - Ármanni Guðni Ó Guðnason - ÍS Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR Jón Eysteinsson - ÍS Lárus Lárusson - Ármanni Þórir Arinbjarnason - ÍS Ingi Gunnarsson - ÍKF Friðrik Bjarnason - ÍKF Ingi Þorsteinsson - KFR
Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira