Sextíu ár síðan Ísland spilaði fyrsta landsleik sinn í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 17:30 Fyrsta landslið Íslands í körfubolta. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Georgsson, Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Bogi Þorsteinsson, Ásgeir Guðmundsson, Guðmundur Árnason, Friðrik Bjarnason og Ingólfur Örnólfsson. Neðri röð frá vinstri: Þórir Arinbjarnason, Ólafur Thorlacius, Birgir Örn Birgis, Ingi Þorsteinsson, Guðni Ó Guðnason, Þorsteinn Hallgrímsson og Lárus Lárusson, Á myndina vantaði Jón Eysteinsson. Mynd/KKÍ Körfuknattleikssamband Íslands minnist þess í dag að sextíu ár séu liðin síðan að Ísland spilaði sinn fyrsta A-landsleik í körfubolta. Leikurinn var við Dani og fór fram 16. maí 1959. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og tapaði naumlega en Danir voru þarna að spila sinn fertugasta landsleik. „Í dag 16.maí eru 60 ár frá fyrsta landsleik okkar í körfubolta - það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég hugsa til þessara miklu eldhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast vel nokkrum þessara einstaklinga og þannig þekkja söguna okkar enn betur,“ skrifaði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ á fésbókarsíðu sína. Kristinn V. Jóhannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 10 stig en Þorsteinn Hallgrímsson skoraði sjö stig og Ólafur Thorlacius var með sex stig. Ingi Þorsteinsson (4 stig), Lárus Lárusson, Þórir Arinbjarnarson, Ingi Gunnarsson (allir 3 stig) og Birgir Örn Birgis (2 stig) komust allir á blað. Í fyrsta byrjunarliði Íslands voru þeir Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Lárus Lárusson, Þorsteinn Hallgrímsson og Birgir Örn Birgis. Þeir tveir síðastnefndu, Þorsteinn og Birgir Örn, voru aðeins sextán ára gamlir, og áttu báðir eftir að sitja mikinn svip á íslenskan körfubolta. Ingi Gunnarsson og Friðrik Bjarnason náðu því líka að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu sjö árum fyrr en þeir hjálpuðu ÍKF, Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, að vinna titilinn vorið 1952. Ingi var fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og líka fyrirliði fyrsta íslenska landsliðsins. Fyrir tíu árum síðan voru liðsmenn liðsins heiðraðir sérstaklega fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og fengu liðsmenn sem áttu heimangengt innrammaða liðsmynd af liðinu.Í fyrsta íslenska landsliðshópnum voru: Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri Kristinn V.Jóhannsson - ÍS Guðmundur Árnason - KFR Ólafur Thorlacius - KFR Birgir Örn Birgis - Ármanni Guðni Ó Guðnason - ÍS Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR Jón Eysteinsson - ÍS Lárus Lárusson - Ármanni Þórir Arinbjarnason - ÍS Ingi Gunnarsson - ÍKF Friðrik Bjarnason - ÍKF Ingi Þorsteinsson - KFR Körfubolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands minnist þess í dag að sextíu ár séu liðin síðan að Ísland spilaði sinn fyrsta A-landsleik í körfubolta. Leikurinn var við Dani og fór fram 16. maí 1959. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og tapaði naumlega en Danir voru þarna að spila sinn fertugasta landsleik. „Í dag 16.maí eru 60 ár frá fyrsta landsleik okkar í körfubolta - það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég hugsa til þessara miklu eldhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast vel nokkrum þessara einstaklinga og þannig þekkja söguna okkar enn betur,“ skrifaði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ á fésbókarsíðu sína. Kristinn V. Jóhannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 10 stig en Þorsteinn Hallgrímsson skoraði sjö stig og Ólafur Thorlacius var með sex stig. Ingi Þorsteinsson (4 stig), Lárus Lárusson, Þórir Arinbjarnarson, Ingi Gunnarsson (allir 3 stig) og Birgir Örn Birgis (2 stig) komust allir á blað. Í fyrsta byrjunarliði Íslands voru þeir Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Lárus Lárusson, Þorsteinn Hallgrímsson og Birgir Örn Birgis. Þeir tveir síðastnefndu, Þorsteinn og Birgir Örn, voru aðeins sextán ára gamlir, og áttu báðir eftir að sitja mikinn svip á íslenskan körfubolta. Ingi Gunnarsson og Friðrik Bjarnason náðu því líka að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu sjö árum fyrr en þeir hjálpuðu ÍKF, Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, að vinna titilinn vorið 1952. Ingi var fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og líka fyrirliði fyrsta íslenska landsliðsins. Fyrir tíu árum síðan voru liðsmenn liðsins heiðraðir sérstaklega fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og fengu liðsmenn sem áttu heimangengt innrammaða liðsmynd af liðinu.Í fyrsta íslenska landsliðshópnum voru: Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri Kristinn V.Jóhannsson - ÍS Guðmundur Árnason - KFR Ólafur Thorlacius - KFR Birgir Örn Birgis - Ármanni Guðni Ó Guðnason - ÍS Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR Jón Eysteinsson - ÍS Lárus Lárusson - Ármanni Þórir Arinbjarnason - ÍS Ingi Gunnarsson - ÍKF Friðrik Bjarnason - ÍKF Ingi Þorsteinsson - KFR
Körfubolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira