Körfubolti

Er­lendum leik­mönnum Ár­manns fækkar um einn

Siggeir Ævarsson skrifar
Cedrick Bowen hóf ferilinn á Íslandi með KR 2016
Cedrick Bowen hóf ferilinn á Íslandi með KR 2016 vísir/ernir

Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær.

Bowen hefur leikið hér á landi um árabil, fyrst með KR og svo Haukum. Eftir að hafa tekið nokkur ár í atvinnumennsku í Evrópu snéri Bowen aftur til Íslands og samdi við Álftanes en færði sig yfir í Ármann fyrir síðasta tímabil þar sem hann spilaði stórt hlutverk þegar liðið vann sig upp í úrvalsdeild en hann skoraði 17 stig að meðaltali í leik síðasta vetur.

Bowen er ekki bara mikilvægur leikmaður fyrir Ármann heldur einnig mikilvægur félagsmaður en í tilkynningu félagsins um endurnýjun samnings Bowen kemur fram að hann sinni mikilvægu hlutverki sem þjálfari í yngri flokkum og njóti mikilla vinsælla sem slíkur.

Þess má svo til gamans geta að Bowen er mjög virkur á TikTok þar sem hann er með yfir 73 þúsund fylgjendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×