Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 16:30 Frá Secret Solstice í Laugardalnum. VÍSIR/Andri Marinó Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. Samningur Reykjavíkurborgar við aðstandendur hátíðarinnar var lagður fyrir í borgarráði í dag og samþykktur. Þá hefur einnig verið samið um 19 milljóna króna skuld hátíðarinnar við borgina. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir í samtali við Vísi að samningar hafi náðst og hátíðin verði haldin í Laugardalnum með gjörbreyttu sniði en fyrri ár. Tekið hafi verið mið af umsögnum og tillögum ýmissa hagsmunahópa í hverfinu. Hátíðardögum verði fækkað og skemmtanahaldi ljúki í Laugardalnum fyrir miðnætti. Þá verði engin partí í Laugardalshöll fram eftir nóttu og aðstandendur Secret Solstice og Reykjavíkurborg mini auk þess halda vel utan um öryggisatriði, forvarnir og hreinlæti í tengslum við hátíðina. „Þetta verður miklu, miklu strangari umgjörð og agaðra og betra utanumhald,“ segir Þórdís Lóa. „Það eru miklu fleiri sem vilja halda í hátíðina, en tryggja umgjörðina, en þeir sem vilja ekki að hún verði haldin.“ Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Secret Solstice skuldi Reykjavíkurborg 19 milljónir króna. Þórdís Lóa segir að í samningi hátíðarinnar við borgina sé samkomulag um þessa skuld. Fyrirkomulagið verði með þeim hætti að styrkur borgarinnar til Secret Solstice fari upp í skuldina og restin verði greidd á umsömdum gjalddögum. Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. Samningur Reykjavíkurborgar við aðstandendur hátíðarinnar var lagður fyrir í borgarráði í dag og samþykktur. Þá hefur einnig verið samið um 19 milljóna króna skuld hátíðarinnar við borgina. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir í samtali við Vísi að samningar hafi náðst og hátíðin verði haldin í Laugardalnum með gjörbreyttu sniði en fyrri ár. Tekið hafi verið mið af umsögnum og tillögum ýmissa hagsmunahópa í hverfinu. Hátíðardögum verði fækkað og skemmtanahaldi ljúki í Laugardalnum fyrir miðnætti. Þá verði engin partí í Laugardalshöll fram eftir nóttu og aðstandendur Secret Solstice og Reykjavíkurborg mini auk þess halda vel utan um öryggisatriði, forvarnir og hreinlæti í tengslum við hátíðina. „Þetta verður miklu, miklu strangari umgjörð og agaðra og betra utanumhald,“ segir Þórdís Lóa. „Það eru miklu fleiri sem vilja halda í hátíðina, en tryggja umgjörðina, en þeir sem vilja ekki að hún verði haldin.“ Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Secret Solstice skuldi Reykjavíkurborg 19 milljónir króna. Þórdís Lóa segir að í samningi hátíðarinnar við borgina sé samkomulag um þessa skuld. Fyrirkomulagið verði með þeim hætti að styrkur borgarinnar til Secret Solstice fari upp í skuldina og restin verði greidd á umsömdum gjalddögum.
Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46