Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 20:28 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01