Óháð fagráð verði skipað til að bregðast við #metoo-málum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2019 13:21 Stýrihópurinn leggur meðal annars til að Stjórnarráðsdagurinn 2019 verði helgaður #metoo. vísir/vilhelm Sérstakur stýrihópur stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi hefur lagt til að skipað verði óháð fagráð til að bregðast við tilkynningum og ábendingum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla stýrihópsins um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti segir að í skýrslunni komi fram að samkvæmt niðurstöðum kannana sé kynferðisleg áreitni ekki mjög algeng innan ráðuneytanna. Kannanir bendi þó til að þolendur áreitni séu hikandi við að kvarta formlega og þegar þeir gera það séu þeir ekki endilega sáttir við málsmeðferð. „Í skýrslunni eru lagðar til eftirfarandi aðgerðir: 1. Skipað verði óháð fagráð, sem hafi það hlutverk að taka við, meta og fara með tilkynningar og ábendingar sem því berast um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 2. Endurskoðun á Stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi verði fram haldið og skerpt verði á verkferlum í tilfellum þar sem undirstofnanir leita ráða um málsmeðferð. 3. Stjórnarráðsdagurinn 2019 verði helgaður #metoo. 4. Gert verði átak í að efla fræðslu og umræðu til að byggja upp vinnustaðamenningu þar sem kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi fær ekki að líðast. Jafnréttisstofu verði falið að taka saman yfirlit yfir fræðsluefni sem þegar er til og að útbúa fræðslupakka til þriggja ára sem ráðuneytin geta nýtt sér. Þá verði Jafnréttisstofu falið að gera tillögu um bætta fræðslu fyrir nýliða innan Stjórnarráðsins. 5. Kannaður verði fýsileiki þess að útbúa Jafnréttisskref fyrir starfsemi vinnustaða, sambærileg Grænu skrefunum um vistvænan rekstur. 6. Ráðuneytin tryggi að jafnréttisfulltrúar hafi forsendur, burði og svigrúm til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem á borði þeirra eru.“ MeToo Stjórnsýsla Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Sérstakur stýrihópur stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi hefur lagt til að skipað verði óháð fagráð til að bregðast við tilkynningum og ábendingum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla stýrihópsins um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti segir að í skýrslunni komi fram að samkvæmt niðurstöðum kannana sé kynferðisleg áreitni ekki mjög algeng innan ráðuneytanna. Kannanir bendi þó til að þolendur áreitni séu hikandi við að kvarta formlega og þegar þeir gera það séu þeir ekki endilega sáttir við málsmeðferð. „Í skýrslunni eru lagðar til eftirfarandi aðgerðir: 1. Skipað verði óháð fagráð, sem hafi það hlutverk að taka við, meta og fara með tilkynningar og ábendingar sem því berast um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 2. Endurskoðun á Stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi verði fram haldið og skerpt verði á verkferlum í tilfellum þar sem undirstofnanir leita ráða um málsmeðferð. 3. Stjórnarráðsdagurinn 2019 verði helgaður #metoo. 4. Gert verði átak í að efla fræðslu og umræðu til að byggja upp vinnustaðamenningu þar sem kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi fær ekki að líðast. Jafnréttisstofu verði falið að taka saman yfirlit yfir fræðsluefni sem þegar er til og að útbúa fræðslupakka til þriggja ára sem ráðuneytin geta nýtt sér. Þá verði Jafnréttisstofu falið að gera tillögu um bætta fræðslu fyrir nýliða innan Stjórnarráðsins. 5. Kannaður verði fýsileiki þess að útbúa Jafnréttisskref fyrir starfsemi vinnustaða, sambærileg Grænu skrefunum um vistvænan rekstur. 6. Ráðuneytin tryggi að jafnréttisfulltrúar hafi forsendur, burði og svigrúm til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem á borði þeirra eru.“
MeToo Stjórnsýsla Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira