Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 15:18 400 króna sendingargjald verður lagt á vörur frá löndum innan Evrópu. Vísir/vilhelm Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Alþingi samþykkti nýverið viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir breytinguna munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara ráðstafana þar sem verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið „allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi“. Íslandspóstur hafi þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári hafi tapið af þessum hluta starfseminnar verið alls um 920 milljónir króna. Íslandspóstur hafi ekki getað staðið undir þessum kostnaði og hafi stjórnvöld því staðið fyrir áðurnefndri breytingu á lögum um póstþjónustu. Haft er eftir Helgu Sigríði Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandspósts að stofnunin geri sér grein fyrir því, og skilji, að þessi ráðstöfun eigi eftir að valda óánægju. Vonast sé til þess að hagstæðari samningar um burðargjald erlendra sendinga séu handan við hornið. „Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til innheimtu sérstaks sendingargjalds.“ Íslandspóstur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Alþingi samþykkti nýverið viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir breytinguna munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara ráðstafana þar sem verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið „allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi“. Íslandspóstur hafi þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári hafi tapið af þessum hluta starfseminnar verið alls um 920 milljónir króna. Íslandspóstur hafi ekki getað staðið undir þessum kostnaði og hafi stjórnvöld því staðið fyrir áðurnefndri breytingu á lögum um póstþjónustu. Haft er eftir Helgu Sigríði Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandspósts að stofnunin geri sér grein fyrir því, og skilji, að þessi ráðstöfun eigi eftir að valda óánægju. Vonast sé til þess að hagstæðari samningar um burðargjald erlendra sendinga séu handan við hornið. „Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til innheimtu sérstaks sendingargjalds.“
Íslandspóstur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira