Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í götunni Á Mosfellsheiði. Maður var vistaður í fangageymslu yfir nóttina en nokkur erill var hjá lögreglu vegna ölvunar í nótt.
Í dagbók lögreglunnar segir að minnst fjórtán ökumenn hafi verið handteknir í nótt og séu grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn maður var handtekinn í nótt fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og annar aðili var handtekinn vegna gruns um þjófnað í miðbænum.
